Dönsk stemning í kassanum í kvöld. Fyrst Borgen og svo myndin Hævnen sem hefur svipaðan boðskap og gamli kántrýsmellurinn hans Kenny Rogcrs, Coward of the County. Var reyndar gerð mynd eftir laginu sem fór ekkert svo hátt.
Tveir vinir losna undan einelti með því að beita kvalara sinn ofbeldi. Faðir annars þeirra reynir að kenna þeim að sýna í staðinn hinn vangann. Þar til hann fær sjálfur nóg og svarar fyrir sig og flóttafólk í Afríku þar sem hann starfar sem læknir.
Hið fornkveðna sannar sig enn og aftur : „Sometimes you gotta fight to be a man“ Annars er vaðið yfir mann ævilangt. Hver vill það?