Gerði tilraun í morgun. Lét vera af því að skríða aftur undir sæng til að bíða eftir vekjaranum að lokinni ferð hins miðaldra manns á salernið í morgunsárið.
Varð til þess að ég mætti til vinnu fyrir klukkan átta.
Gerði tilraun í morgun. Lét vera af því að skríða aftur undir sæng til að bíða eftir vekjaranum að lokinni ferð hins miðaldra manns á salernið í morgunsárið.
Varð til þess að ég mætti til vinnu fyrir klukkan átta.
Þriðja ríkinu var stjórnað af minnipokamönnum. Aumingjum sem lentu líklega flestir í einelti í æsku. Voru ófríðir, óheillandi, leiðinlegir og illgjarnir.
Ríkisstjórn Trump er sama marki brennd. Samansafn af hefnigjörnum hálfvitum sem hata alla jafnt og ganga eins langt í frekju sinni og yfirgangi og við leyfum þeim.
Leyfum þeim það ekki! Beitum þá hnefaréttinum. Sendum þá aftur niður í dýpstu myrkur helvítis.
Smáríkið og Nýja Vínbúðin hafa verið í skotsigti illa launaðrar lögreglu yfir hátíðirnar. Neydd til að loka og hótað sektum sem eiga sér enga stoð í lögum og reglugerðum. Alltaf gott að fá aukavinnu fyrir að níðast á fólki fyrir að vilja versla áfengi utan opnunartíma Vínbúðarinnar.
Á meðan hefur hið íslenska Gestapo engin ráð til að takast á við Hagkaup sem er í samstarfi við Dropp með afhendingar og heimsendingar. Risi á matvörumarkaði sem afgreiðir áfengið út af eigin lager í gegnum erlendar netpantanir.
Sjálfur hef ég verslað við Hagkaup án nokkurra vandkvæða. Og jafnvel á sunnudegi. Allt staðist upp á tíu og frábær þjónusta þegar vöntun var á öli í ísskápinn.
Nú hafa þessar netverslanir með aðsetur í Evrópu starfað hér í nær fjögur ár. Á loks núna að fara bíta þær á hálsinn. Í tíð svokallaðrar frjálslyndrar kratastjórnar.
Hvernig væri bara að lagfæra lagabálkinn. Leggja ÁTVR niður og leyfa frjálsa sölu áfengis. Og lækka þetta helvítis áfengisgjald niður um tugi prósenta.
Þessi úrelta forvarnarstefna stjórnvalda hefur fyrir löngu síðan gengið sér til húðar.