Bjánarnir í Íran ræskja sig og forstjóri eins olíufélaganna sprettur strax fram á netinu og boðar mögulega hækkun á eldsneyti. Allt skal notað til að skara fleiri krónur að kassanum. Jafnvel þó að megnið af okkar bensíni komi frá Rússlandi.
Væri ekki ráð að breyta þessum sólarhringssjoppum aftur í bensínstöðvar með almennilegri þjónustu og vöruúrvali. Myndi kannski minnka rekstrarkostnaðinn og stuðla að lægra verði á lítranum.
Fólk fattar þetta ekki og hangir næturlangt á þessum stöðvum með kúkinn í buxunum í stað þess að drulla sér í bælið. Aldrei lét ég sjá mig á slíkum búllum eftir vinnu. Ekki nema að ég fengi borgað fyrir það.