Aldrei þessu vant át ég ekki yfir mig af rjómabollum og kjötbollum. Allt er gott í hófi. Nenni líka ekki að sitja á könnunni í alla nótt. Saltkjöti og baunasúpu sleppi ég alveg. Get rétt eins sturtað iðnaðarsaltinu beint ofan í mig úr pokanum og svo pantað sjúkrabíl.
Ætti að kalla Sprengidag Háþrýstingsdag. Sennilega næst besta mætingin á bráðamóttökuna yfir árið þennan dag fyrir utan Jólin. Fólk passar sig ekki og skóflar í sig söltuðu kjöti og saltaðri súpu í hádeginu og líka um kvöldið. Og skilur svo ekkert í vanlíðaninni.
Þá er ég nú gingeyptari fyrir flatböku frá Dominos. Það er Megavika!