Æ, hvað heitir aftur hún / hann? Stundum sé ég eftir að hafa ekki krotað nöfn skóla- og vinnufélaga niður í bók og geymt. Er svo gleyminn á nöfn þó ég þekki fólk vanalega í sjón. Getur orðið virkilega vandræðalegt þegar ég rekst á eitthvað af þessu liði.
Skilst að þessi gleymska hafi eitthvað að gera með svæfingar þær sem að ég gekkst undir í æsku. Las að sérhver svæfing svipti viðkomandi hluta af getunni til að muna einföldustu hluti eins og nöfn á fólki. Sú vitneskja hverfi fyrst.
Rakst einmitt á fyrrverandi vinnufélaga nýlega og gat engan veginn munað hvað hann heitir. Reyndi að sjá það á nafnspjaldinu hans en tókst ekki. Sá það loks á kvittuninni eftir viðskipti okkar. Og hrópaði „auðvitað heitir hann það!“.