Bankarnir sigra alltaf

Enn einn dómurinn fellur í Hæstarétti og um leið eru fulltrúar bankanna og stjórnmálamenn þeim hliðhollir farnir að túlka hann þeim í vil.  Aðeins þeir sem hafa staðið í skilum og eiga kvittanir því til stuðnings fá vaxtaleiðréttingu samkvæmt skilningi Skattgríms Joð.

Mér finnst rosalega skrítið að Hæstaréttardómar skuli vera túlkaðir jafn frjálslega og textar Biblíunnar.  Bankarnir virðast geta lesið hvað sem er út úr þeim og svo ullað á lántakendur.  Og pólítíkusarnir kvitta upp á.

Færðu inn athugasemd