Diskarnir eru ekki skotheldir

Ég man að þegar geisladiskar tóku að ryðja sér til rúms þá héldu framleiðendur því fram að nú þyrfti ekki lengur að hafa áhyggjur af partýrispum eins og á hljómplötum.  Rosalega höfðu þeir rangt fyrir sér.

Geisladiskar eru nefnilega misjafnir að gæðum.  Og þeir bestu eru ekki notaðir undir fjöldaframleidda tónlist eða kvikmyndir.  Hef komist að því eftir flutningana úr rottuholunni fyrir tæpum tveimur árum.

Þar passaði ég ekki nógu vel upp á diskana og leyfði þeim að liggja óvörðum hingað og þangað.  Árangurinn er sá að annar hver diskur sem ég á er varla boðlegur í geislaspilara eða DVD.  Hiksta bara endalaust.

Passaðu upp á diskana þína!

Færðu inn athugasemd