Skil ekkert í þessum 37 þúsund sálum sem vilja fá Óla grís áfram sem forseta. Til hvers. Svo hann geti haldið áfram að neita Icesave? Sú vitleysa er búin og kann ég honum góðar þakkir fyrir. Er ekki þar með sagt að ég vilji hafa hann lengur á Bessastöðum.
Best væri að leggja embættið niður og tryggja um leið rétt fólksins til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í umdeildum málum. Þurfum engan forseta. Bara leifar af gömlu fyrirkomulagi þar sem ríkisstjóri var staðgengill konungs. Ríkisstjóri varð síðar að forseta.
Hló mig reyndar máttlausan við að lesa platfrétt þess efnis að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlaði sér forsetaembættið en vildi samt halda Dorrit.