Grímubúningadagurinn

Öskudagur runninn upp.  Ætti kannski að mála mig ljósgrænan og þykjast vera Shrek.  Ganga á milli banka og verslana og syngja út nammi.  Gæti gengið upp.  Aldrei að vita.  Þyrfti samt að horfa á myndirnar til að búa mig undir hlutverkið.

Á sennilega eftir að horfa á allar frægar teiknimyndir síðan The Lion King kom út.  Einhver meinloka í mér sem gengur illa að laga.  Nenni varla að hanga yfir venjulegri kvikmynd og hvað þá teiknimynd.  Get varla hangið lengur en þrjú kortér í einu yfir kassanum.

Færðu inn athugasemd