Um nornaveiðar. Nýjasta fórnarlambið er Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Nú á að koma honum út áður en hann nær verulegum árangri. Dugandi embættismenn eru hiklaust reknir. Embætti sérstaks saksóknara verður svo umsvifalaust lagt niður þegar Framsóknaríhaldið kemst aftur að völdum.
Geir H. Haarde er allt í einu orðinn fórnarlamb og meirihluti þingheims vill skyndilega hætta við málsókn á hendur honum. Enda vill spillt þing ekki að vitnisburðir málsins komi undir dagssljós. Þá mun koma í ljós samkrull stjórnmála og fjármála fyrir og eftir hrun. Það vill enginn spilltur þingmaður á Nýja Íslandi.