Hvar stendur að reykingarfólk megi reykja inni í biðskýlum? Hvergi! Samt hrúgast þetta pakk inn í skýlið mitt fyrir utan MK og svælir mig út meðan ég bíð eftir vagninum. Frekjur og fúlmenni!
Taldi mig óhultan hinum megin við götuna. En nei. Tvær skessur skunduðu yfir og drógu upp líknagla og eld. Friðurinn var úti. Neyddist til að færa mig fjarri þeim þvert gegn eigin vilja. Samt aðallega til að þurfa ekki að hlýða á kvabbið í þeim.