Sóðastrákar

Mér finnst alltaf jafn fáranlegt þegar sóðastrákar fara að væla yfir mótstöðu kvenna gegn nektardansstöðum.  Eins og það séu einhver sjálfsögð réttindi karla að fá að góna upp í klofið á manseldum konum eða kaupa sig upp á þær.

Játa fúslega að hafa farið inn á slíkar búllur í félagi við aðra en aldrei einn.  Leið alltaf eins og nauðgara.  Hef aldrei vogað mér þangað edrú.  Enda gera þessir staðir út á graða og drukkna karlmenn.

Síðast þegar ég fór var það hjá Geira á Goldfinger fyrir nokkrum árum.  Gullfalleg þeldökk stúlka frá Bretlandi bauð mér allan pakkann á 40 þúsund.  Ég afþakkaði og fékk strax illt auga hjá dyravörðunum.  Samt vissi Geiri ekki af neinu vændi.  Skrítið!

Mín eina afsökun er að ég var einhleypur og ölvaður öll skiptin sem ég slæddist með á þessar sóðabúllur.  Margir aðrir voru í sambandi.  Sumir fengu sér einkadans.  Samt ekki allir.  Sjálfur fékk ég einn slíkan í afmælisgjöf.  Hinn keypti ég sjálfur.  Hún var bara svo falleg.

Færðu inn athugasemd