Skriftir eru varasamar

Hef ekki lesið Nýtt Líf en það er víst uppselt hjá útgefanda.  Fyrstu viðbrögð mín voru að nú væri hengingarhópurinn kominn af stað enn á ný.  Nú skyldi taka einhvern þekktan af lífi með því að grafa upp gömul bréf og túlka þau frjálslega.

Svo fór ég að pæla.  Af hverju var maðurinn að lýsa kynlífi þeirra hjóna?  Af hverju sendi hann bréf til stelpunnar í gegnum Melaskóla og svo seinna sem sendiherra í Washington?  Kannski vegna þess að foreldrar hennar og systkini máttu ekki sjá, og að diplómatapóst má ekki opna þrátt fyrir grun um eitthvað misjafnt.  Þetta pukur er nú ekki að hjálpa manninum neitt.

Að vísu hefur Jón beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu.  Átti auðvitað ekkert með að skrifa svona til barnungrar frænku konu sinnar.  Hefur sennilega verið kominn í viskíið. Ekki að það sé einhver afsökun.  Gruna þó að þarna búi eitthvað meira á bak við.  Að öll sagan sé ekki sögð.  Bréfin segja samt sína sögu.

Færðu inn athugasemd