Þvílíkar hetjur!

Ég velti fyrir mér.  Eru verktakarnir aftur komnir á kreik niður í 101 Reykjavík?  Farnir að bjóða í íbúðir og hús til niðurrifs svo byggja megi stærra og hærra.  Hávær orðrómur gekk um fyrir hrun að gerðir hafi verið út hópar útlendinga sem hópnauðguðu konum í húsasundum til að vekja ótta meðal íbúa sem vildu ekki selja.  Eru þessir hópar komnir aftur á kreik?

Stúlku var nauðgað niður í bæ af hópi manna í dimmu húsasundi.  Þvílíkar hetjur.  Hljóta að hafa verið svo stoltir af sjálfum sér þegar þeir vöknuðu í morgun.  Eiga síðan eftir að grínast með sálarmorðið næst þegar þeir fara saman á djammið.  Þessir óþverrar verða að nást og fá almennilegan dóm.

Persónulega finnst mér að ætti að gelda þá og birta myndir af þeim í fjölmiðlum eftir að dómur er fallinn.  Ölvun er engin afsökun.  Hópþrýstingur ekki heldur.  Vonandi rotna þeir í Helvíti.

Færðu inn athugasemd