26. greinin mun sigra

Ólafur Ragnar konungur yfir Íslandi þykist hafa verið skýr í upphafi árs með að hann ætlaði ekki frekar að gegna embætti forseta.  Hann var þá einn um þann skilning því við hin vorum engan veginn viss.  Nú vill hann fá nokkra daga í viðbót til að hugsa málið í kjölfar hvatningar í formi undirskrifta þrjátíu þúsund einstaklinga.

Eiríkur Stefánsson af Útvarp Sögu flutti hvatningargjörð í anda þeirrar sem FDR fékk árið 1944 þegar hann var hættur sem forseti Bandaríkjanna þreyttur lífsdaga.  Sá kvaddi lífið ári seinna rétt fyrir uppgjöf Þjóðverja eftir að hafa haldið áfram gegn eigin vilja.

Vill fólk að Ólafur deyji í embætti?  Leyfum manninum að njóta efri áranna með fjölskyldu sinni.  Hann hlýtur að vera búinn að skila sínu verki til samfélagsins.  Nú verður yngra fólk bara að gefa sig fram og taka við keflinu.  Sú eða sá sem heitir að beita áfram 26. grein stjórnarskrárinnar mun sigra.

Færðu inn athugasemd