Hef aldrei verið neinn risi. Rétt undir einum og áttatíu og bara nokkuð sáttur með það. Slepp vonandi þannig við bakverkina sem framhaldsskólaslánar samtímans munu þjást af seinna meir í lífi sínu.
Stóð við hliðina á nokkrum þeirra um daginn á biðstöð eftir strætó. Þetta eru vansköpuð kvikindi. Ekkert nema langar lappir og hendur á horuðum búk. Þá vil ég nú frekar vera þrekinn og samsvara mér. Sem ég myndi gera ef ég væri ekki orðinn svona helvíti feitur.
Gruna að okkur hafi ekki verið ætlað að verða slánavaxin. Eitthvað hefur breyst. Vissulega mataræðið en eflaust líka vinnuuppeldið. Þessi krakkakvikindi erfiða ekkert lengur. Má ekkert reyna á þau án þess að fá kæru. Þau fá flest bómullarhnoðra til að búa í fram á fullorðinsár. Svo tekur örorkan við.
Háskólakennarar kvarta réttilega yfir tilætlunarsemi stúdenta sem heimta tilbúnar glærur á tölvuformi fyrir tímana. Þau nenna ekki að leggja á sig að taka niður glósur. Því þá neyðast þau til að mæta í tíma. Slíkt gæti truflað þau við að sofa fram eftir og lengjast enn frekar fram yfir rúmgaflinn.