Grunnskólum Reykjavíkur var beyglað saman í hagræðingarskyni af kjörnum fulltrúum sem svo verðlaunuðu sig með vikuferð til New York á Biophiliatónleika Bjarkar Guðmundsdóttur. Allt á kostnað borgarinnar. Auðvitað! Hvað er ein komma fjórar milljónir á milli þriggja einstaklinga. Sú fjórða greiddi víst sjálf sinn farseðil.
Gat þetta lið ekki dröslast á eina af sex tónleikum Bjarkar í Hörpu síðastliðið haust? Og af hverju þarf borgarsjóður að borga brúsann. Getur þetta lið ekki látið sér nægja óvissuferð innanlands eins og aumingjarnir sem greiða útsvarið?
Afsökunin var sú að þetta væri fyrsta ferðin á kjörtímabilinu sem er ekki einu sinni hálfnað. Mega borgarbúar þá búast við annari ferð áður en því lýkur? Landið er á kúpunni og þetta pakk leyfir sér svona lúxus og sjálftöku úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar. Hvað varð um „að allir yrðu að færa fórnir.“
Svo dirfist þið að kalla ykkur jafnaðarmenn. Skammist ykkar!!!