Heyrði útundan mér að til sölu væru g-strengir og fyllt brjóstarhöld fyrir stelpur niður í allt að átta ára gamlar. Og það í Hagkaupum. Væri þar verið að bregðast við eftirspurn mæðra sem sjálfar klæðast slíkum múnderingum dætrum sínum til eftirbreytni.
Rosalega er heimurinn orðinn sjúkur. Mega börn ekki lengur vera börn. Þarf að kynja þau upp strax og þau hefja nám í grunnskóla? Hvað er næst. Punghlífar fyrir drengina svo þeir sýnast vera vel vaxnir niður?
Skammist ykkar foreldrar! Ykkur væri nær að innræta krílunum ykkar sjálfstraust og sjálfstæða hugsun heldur en að klæða þau upp eins og klámmyndastjörnur.