Oddviti Kópavogslistans sem gerði kröfu um ópólítískan bæjarstjóra er nú komin í eina sæng með gamla sukkinu sem stjórnaði bænum síðustu tvo áratugi. Pólítískur oddviti íhaldsins er orðinn bæjarstjóri. Til hamingju!
Svo er Hjálmar Hjálmarsson ekkifréttamaður að væla að hann nenni ekki að tilheyra neinum meirihluta. Vill hann þá ekki bara segja af sér og hleypa varamanni sínum að? Hér er þörf á dugandi fólki sem nennir að vinna!
Oddvita Samfylkingar er legið á hálsi að vera valdasjúk og stjórnsöm. Bara af því að hún er kona. Væri hún karl myndu allir hrósa henni og telja hana metnaðargjarna. Ákveðni er sama og frekja þegar konur eiga í hlut…í augum karlrembusvína og gamalla kerlinga sem enn kjósa íhaldið.