Megas fær stórt prik frá mér fyrir að hafa hafnað heiðursverðlaununum á sínum tíma vegna þess að hann gat ekki hugsað sér að taka í spaðann á Finni Ingólfssyni þáverandi ráðherra Framsóknar. Vildi ekki þurfa að snerta gaurinn.
Djöfull skil ég hann vel. Finnur er nefnilega einn af umboðsmönnum Andskotans og skammast sín ekkert fyrir það. Reyndar er allur fjórflokkurinn meira og minna á mála hjá Djöflinum í von um nógu þægileg sæti.
Skiptir litlu hvernig stjórnin er samansett. Almenningur tapar og hinir ríku græða. Same old stuff! Ný framboð ganga um síðir inn í fjórflokkinn og heimta sitt. Íslenskt lýðræði er löngu dautt!