Hef aldrei skilið menn sem bölsótast út í samkynhneigða með Biblíuna að vopni. Hafa þeir virkilega ekkert skárra að gera. Hvað eru þeir að bögga ástfangið fólk af sama kyni? Er öfund í gangi?
Lífið er nógu flókið fyrir. Flækjur þvælast bara fyrir. Lífið er best einfalt.
Þess vegna skil ég ekki þrautseigju homma- og lesbíuhatara. Þetta kemur þeim ekkert við. Get your own simple life and enjoy it! Látið aðra í friði.