Mér mislíkar hve mjög sjónvarpsdagsskráin stjórnar kvöldunum hjá mér. Hún er ekki einu sinni það spennandi. Sé bara RÚV og kasta ekki aurum í áskriftir hjá Skjá Einum eða Stöð 2. Enda eru þær síst skárri með sitt drasl.
Er mikið að pæla í að taka sjónvarpið úr sambandi og verja tímanum í eitthvað betra. Taka aftur upp lestur. Virkja heilann í stað þess að vera hlutlaus áhorfandi fyrir framan kassann. Sjónvarpið er heilaþvottastöð. Tímaþjófur sem eykur heimsku manns.