Don Soprano

Slæddist inn í eitt af útibúum lyfjakeðju til að láta rukka mig í rassinn fyrir lífsnauðsynlegt læknadóp.  Er víst nokkuð sama hvert maður fer.  Verðið er svipað.  Sérstaklega ef tekinn er með bensínkostnaður í ódýrari apótekin.

Leið eins og ég hefði gengið inn á sjálfan Tony Soprano.  Þarna stóð í öllu sínu veldi súlukóngur landsins, sjálfur Gullfingur.  Nýorðinn sextugur.  Gott ef að kallinn kinkaði ekki kolli til mín.  Sennilega vanur því að apar eins og ég góni þegar hann bregður sér út í dagsbirtu.

Færðu inn athugasemd