Engu að tapa

Þar kom að því.  Reynt að myrða rukkara í stað lánadrottins.  Og það út af aumum mótorfák.  Ég taldi fyrst að hérna væri á ferð örvinglaður fjölskyldufaðir sem hefði misst allt sitt.  En, nei.  Bara geðsjúklingur sem var við að missa vélhjólið sitt til bankans.

Ég er mest hissa að svona skuli ekki hafa gerst fyrr.  Einstaklingar hafa vissulega misst stjórn á skapi sínu og hótað líkamsmeiðingum en svo ekki látið verða að því.  Maður negldi bílnum sínum í gegnum anddyrið hjá Íslandsbanka.  Og einhver öldungur sprengdi meinlausar bensínbombur niður í bæ.  Hvorttveggja gerðist utan skrifstofutíma.  En nú kom að því að einhver virkilega missti sig.

Hætta er á að fleiri fylgi í kjölfarið og mæti vopnaðir til að gera upp sín mál.  Reiðin í landinu er orðin svo mikil að lítið má út af bera.  Margir sjá ekki til lands eftir þriggja ára þrautagöngu frá hruni.  Eru enn hundelt af bönkum og fjármálafyrirtækjum í gegnum lögfræðistofur landsins sem maka krókinn á ástandinu.

Af hverju má fólk ekki bara skila inn lyklum af íbúðum og bílum sem þau geta ekki lengur greitt af? – Af því þá græða bankar, lögfræðingar og innheimtufyrirtæki ekki eins mikið á eymd fólksins.

2 athugasemdir á “Engu að tapa

  1. Samt forvitnilegt að sjá hvaða fólk þetta er sem mest lætur í sér heyra, oftast fólk sem var búið að gera upp á bak fyrir hrun….kennir svo bönkum og fjármálafyrirtækjum um drulluna hjá sér! Sorglegt þegar svona fólk lætur svo reiðina bitna á saklausu fólki sem er að gera vinnuna sína.

    1. Vissulega sorglegt. Efast samt að þessi gaur sé búinn að gera mjög langt upp á bak sér. Skuldar einhvern hundraðþúsund kall í vélhjólinu sínu og hatar lögfræðinga eins og pestina. Er annars „hvers manns hugljúfi“. – Sýnir sig bara að barnlausir og rólegir einstæðingar eru hættulegasta fólkið. Þegar við fáum sendan feitan reikning frá lögfræðistofum, þá er voðinn vís! – Ljótt að grínast með slíkan harmleik. Vonandi nær fórnarlambið sér.

Færðu inn athugasemd