Bekkirnir í bænum

Hlunkur eins og ég er virkilega þakklátur bænum fyrir að dreifa fleiri bekkjum um göngustíga bæjarins.  Nú get  ég loks hvílt minn feita rass með reglulegu millibili án þess að fá hjartaáfall.

Skemmtilegast finnst mér að fylgjast með bílstjórunum sem bruna framhjá og snúa sig úr hálslið um leið.  Hafa greinilega aldrei áður séð neinn sitja á bekk.  Stundum gengur fólk framhjá og lítur á mig með fyrirlitningu.  Rétt eins og ég megi ekki tylla mér á bekkinn því ég er svo akfeitur og ljótur.

Bíð spenntur eftir að einhver biðji mig um að yfirgefa bekk.  Þá verður framið morð!

Færðu inn athugasemd