Farið út af sporinu

Fékk skít og skammir framan í mig í síðustu heimsókn minni til hjúkku og læknis.  Hótuðu mér með insúlíni ef ég tæki mig ekki virkilega á næstu tvo mánuði.  Hjúkkan spurði mig hvað ég ætlaði að gera til að bæta ástandið og ég svaraði auðvitað „sennilega ekkert“.  Játaði einnig að hata nálar svo insúlín kæmi ekki heldur til greina.

Vissulega hef ég misst mig síðustu misseri.  Borðað allt of mikið af sælgæti.  Ég á reyndar að láta það alveg í friði.  Kemur mér í koll núna.  Helvítis nartþörfin lætur á sér bera þegar skyggja tekur.  Get vel sleppt sætindunum.  En hvað gerist ef það dugir ekki til?

Færðu inn athugasemd