Gamalmennið

Verð bráðum þrjátíu og níu ára gamall.  Samt heilsa ég alltaf sama unglingnum í speglinum á morgnana.  Að vísu aðeins búlduleitari og með færri og grárri hár í vöngum.  Foreldrar mínir eignuðust öll sín fjögur börn fyrir þrítugt.  Ég er að verða fertugur og er enn barnlaus.

Er reyndar líka allslaus og án atvinnu.  Sem er kannski snilld.  Til hvers að eiga hlut í einhverju sem bankinn mun hirða af manni í næsta hruni.  Þá er nú betra að leigja húsnæði og eiga enga bifreið.  Og festa mér fullt starf því annars fæ ég minna í vasann en núna.

Færðu inn athugasemd