Voðalega finnst mér margir gaurar á þrítugs- og fertugsaldri vera orðnir loðnir um vangana. Mottumars er gott og blessað í þágu góðs málstaðar en hárvöxtur upp um kinnar og vanga meikar stundum engan sens. Verða sumir svo ellilegir að það hálfa væri nóg.
Hef ekki þolinmæði til að rækta almennilegan skeggvöxt. Enda virka hlussur eins og ég bara enn feitari með alskegg. Hvað þá með einhvern ritjulegan híung í vöngum eins og barnaníðingur. Bara raka þetta af og safna kannski aftur þegar skvapið er farið úr andlitinu.
Annars líður mér best nýrakaður. Hár þvælist bara fyrir.