Skerið

Datt inn á Útvarp Sögu þar sem verið var að ræða við einn flóttamanninn sem býr og starfar í Noregi.  Allt er okkur í óhag í samanburði.  Þar með talin óvirk verkalýðshreyfing og verðtrygging sem er tímaskekkja.

Þar vinnur fólk saman en ekki hvert í sínu horni eins og við.  Framleiðnin er mun hærri.  Þar mætir fólk stundvíslega og stundar sína vinnu í stað þess að draga lappirnar, hanga í símanum og skreppa allan daginn.

Er svo margt vitlaust hérlendis og má ekki breyta.  Gamlir varðhundar láta sitt ekki eftir án þess að glefsa.  Til hvers erum við með verkalýðshreyfingu sem gerir ekki rassgat fyrir félagsmenn sína?  Og svíkur bótaþega til hægri og vinstri.

Færðu inn athugasemd