Þetta er allt kántrý, segir Megas

Dálæti mitt á eldri sveitatónlist er rannsóknarefni fyrir suma en ekki fyrir mig.  Var alinn upp með henni í gegnum kanaútvarpið á bíltúrum með pabba.

Örverpið ég sem hafði hvorki áhuga á fótbolta né nokkru öðru var sendur í ökuferðir með gamla manninum þegar mamma þurfti smá hvíld.

Höfðum kannski ekki mikið að spjalla þegar ég var í yngri kantinum en aldrei kvartaði ég yfir tónlistinni sem hljómaði úr bílaútvarpinu.  Hún var eitthvað svo kunnugleg og þægileg.  Og áreynslulaus áheyrnar.

Gleymdi svo kántrýinu lengi vel en fór að hlýða aftur á það þegar Trausti vinur skrifaði fyrir mig disk þar sem flestir smellir Johnny Cash komu við sögu.  Þetta var nokkrum árum fyrir fráfall meistarans og loks myndarinnar um hann.

Þess vegna var svo gaman að fara tvisvar einn á I Walk The Line  í bíó fyrir gjafamiðana sem Tums bróðir gaf mér í Regnbogann.  Ég kunni flest lögin utan af.  Nema kannski Cocaine Blues.

Hérna fyrir ofan er myndband með sennilega bestu sveitasöngkonu sjöunda áratugarins ef ekki tuttugustu aldarinnar.  Connie Smith.  Hún er orðin sjötug blessunin og enn að.

Færðu inn athugasemd