Hringsólið hafið á ný

Andskotans hrægammarnir eru byrjaðir aftur að sveima í hringi yfir mögulegum fórnarlömbum.  Jakkalakkar frá bönkum stilla sér á ný fyrir framan vínbúðir og tryggingasalar reyna að plata fólk til að kaupa eða skipta um félag.

Kona hringdi í mig um daginn og vildi fá að senda mér „tilboð“ í tölvupósti.  Ekkert bólaði á því en einhver gaur frá sama félagi hringdi nokkrum dögum seinna með trygginguna klára á borðinu hjá sér.  Vantaði bara smá upplýsingar og málið væri dautt.

Ég kom auðvitað af fjöllum.  Var ekki búinn að samþykkja nokkurn skapaðan hlut.  En gaurinn gafst ekki upp.  Hélt áfram að reyna selja mér snákaolíuna sína.  Viðurkenni að það fauk hressilega í mig og ég gólaði einhver vel valin orð í símann.

Hélt að einungis góðgerðarsamtök mættu hringja í númer með rauða X-inu fyrir framan?

Færðu inn athugasemd