Borgarahreyfingin II komin á koppinn. Heitir reyndar Dögun og samanstendur af alls kyns liði frá Borgarahreyfingunni, Hreyfingunni, Frjálslyndum og Stjórnlagaráði.
Æ, ég veit það ekki. Er þessi hópur eitthvað skárri en Björt Framtíð? Af hverju ekki bara eitthvað glænýtt framboð án allra gömlu andlitanna?
Svo endar þetta lið oftar en ekki í sömu spillingarsúpunni og fyrri valdhafar. Gleymir öllum kosningaloforðum eða gengur inn í einhvern fjórflokkinn. Og við kjósendur sitjum eftir með asnaeyru.
Samt skárra að kjósa þetta lið en að skila auðu og þannig breyta engu. Rúmt ár til kosninga. Nægur tími til að velta vöngum. En miðað við þá tvo frambjóðendur til forseta í sumar, þá er valið býsna auðvelt.
Frekar Ólaf en Ástþór. Bara hálf bilaðir einstaklingar virðast voga sér gegn kallinum. Aðrir frambjóðendur virðast ætla að bíða þar til að hann hættir endanlega eftir svona tvö ár og láta þá slag standa.