Lengi vel heldust í hendur verð á pylsu með öllu og strætófargjald. Núna kostar pylsan 320 kr. en strætó 350 kr. Pylsan hefur reyndar nýverið hækkað í verði. Matur hækkar víst líka eins og eldsneyti.
Hugsa samt að Íslendingar myndu mun fyrr hætta að ferðast með strætó en að neita sér um eina á Bæjarinz Beztu niður í miðbæ. Fastur punktur í lífi margra höfuðborgarbúa.
Get ekki sagt að það sé sami sjarminn að kjamsa á pylsu í verslunarmiðstöðvum og niður í miðbæ. Vantar sjávarniðinn og fuglana flögrandi í kring í leit að brauði. Svo er hálf stemningin að hanga helfrosinn í röðinni og röfla við nærstadda.