Skil eiginlega ekki hvernig Innanríkisráðherra ætlar að fara að því að hamla spilafíklum frá því að spila fjárhættuspil á netinu. Ætlar hann að loka fyrir netaðgang landsins? Eigum við þá ekki bara að ganga inn í Kínverska Alþýðulýðveldið í kjölfarið.
Frábær þessi boðuðu bönn og boð kommúnista á ráðherrastólum. Svo getur Ömmi ekki einu sinni veitt lögreglunni sambærilegar valdheimildir og tíðkast hjá frændþjóðum okkar á hinum Norðurlöndunum. Mega ekki einu sinni ganga með skammbyssur sér til varnar gegn þungvopnuðum glæpaskríl.
Má halda að innanríkisráðherra sé kominn undir járnhæl bifhjólasamtakanna. Vill núna ekkert gera til að hefta útbreiðslu þeirra þrátt fyrir digurbarkalegar hótanir gegn þeim fyrir ekki svo löngu.