Ekki reikna með mér!

Síðasta ferming sem mér var boðið í og ég mætti til, var hjá frænda mínum fyrir fjórtán árum síðan.  Þá var ég 25 ára á fullu á veiðum um helgar niður í miðbæ með mislitlum árangri.

Lét mig samt hafa það daginn eftir djammið að dröslast til kirkju og veislu alveg skelþunnur.  Lítið mál á þeim tíma.

Núna er ég að nálgast fertugt.  Einhleypur og barnlaus.  Veiðarnar löngu hættar enda kvótinn búinn, netin rifin og tætt og báturinn kominn í úreldingu.  Ég er ekkert að fara að mæta í fermingar úr þessu.  Ekki reikna með mér!

2 athugasemdir á “Ekki reikna með mér!

  1. Auðvitað mætir þú, munt hafa gaman af því, óþarfi að vera hræddur við að hitta ættmenni þín. Ég er nefnilega löglega afsakaður, báturinn enn á floti, fullt af fiski í sjónum og öll net úti, hrikaleg BootCamp árshátið :-), þannig að þu verður að fara fyrir okkur systkinin.

    1. Er hættur að mæta fyrir okkur systkinin. Mæti bara núna/eða ekki fyrir eigin reikning. Hræðist ekki ættmenni okkar. Sé bara engan tilgang með því að mæta. – Telst nú varla lögleg afsökun að vera á leið í kynsvall með BootCamp.

Færðu inn athugasemd