Dæmdu mig ef þú vilt, en ég er sammála Guðmundi Franklín Jónssyni í Hægri Grænum hvað varðar þróunaraðstoð Íslands. Til hvers að eyða tæpum sex milljörðum á ári í slíkt dekur meðan við erum að loka spítölum hérlendis og skera heilbrigðisþjónustuna niður inn að beini.
Skrifa bara eins og Guðmundur í viðtali á Útvarpi Sögu : Hjálpum okkur fyrst áður en við förum að hjálpa öðrum. Fyrir utan það er þróunaraðstoð oftast bara samviskubætur til afrískra stríðsherra sem svo nota hana til þess að kaupa vestrænar eftirlíkingar af rússneskum árásarrifflum (AK-47).