Þjóðhátíð 2012

Forsala á Þjóðhátíð hófst í dag.  Uppselt er orðið nú þegar í margar ferðir með Gubbólfi enda keypti Þjóðhátíðarnefnd fullt af ferðum fyrirfram til að selja á dalurinn.is.  Þar er einnig boðið upp á svefnpokapláss.  Bæði kynskipt og fyrir pör í kúlutjaldi.

Rúmir fjórir mánuðir eru til stefnu og fólk flykkist til að festa sér miða og far.  Svona seint í löngum mars á unga fólkið varla mikið af seðlum í veskinu svo smálánafyrirtækin fimm fá nóg af viðskiptum.  Af hverju gat forsalan ekki hafist í byrjun apríl.  Er hérna um eitthvert óopinbert samstarf að ræða?

Að vísu gott og blessað að hægt sé að plana langt fram í tímann á netinu.  Þá er líka hægt að spara sér hátt í fimm þúsund krónur af miðaverði; 13.900 kr. í forsölu í stað 18.900 við hliðið.  Sunnudagurinn er reyndar ekki kominn í sölu enn þá.  Spurning hvað hann mun kosta.

Færðu inn athugasemd