Hverfisbúðin

Ung hjón eru búin að opna litla hornbúð í Skerjafirðinum í gömlum pylsukofa.  Selja þar helstu nauðsynjar auk þess að vera með grill og pylsupott.  Snilldin ein á þessum síðustu og verstu þegar eldsneytisverð hækkar og hækkar með degi hverjum.

Getur margborgað sig að rölta út í hverfissjoppu sem þessa eftir mjólkurpotti eða rjóma ofan á pönnslurnar, heldur en að bruna á fjölskyldudrekanum í næsta hverfi fyrir hundruðir eða þúsundir króna.  Jafnvel þó aðeins sé smurt ofan á vöruverðið.

Kannski að gömlu hverfisverslanirnar fari að skjóta aftur upp kollinum með síhækkandi verði á olíu?  Hefur enginn lengur efni á því að hreyfa bílinn fyrir eitthvert smáræði sem gleymdist í stórmarkaðnum á leiðinni heim úr vinnu.

Færðu inn athugasemd