Sit hérna og læt mér leiðast yfir endursýningu á Silfri Egils. Þvílík andskotans leiðindi. Væri hægt að svæfa naut með rausinu sem lekur úr liðinu sem er boðið í þáttinn. Og alltaf sömu smettin. Í útvarpið með þessi leiðindi. Sóun á filmu.
Þá er nú Kiljan skárri. Að minnsta kosti skemmtilegri fastagestir þar og umræðuefnið áhugaverðara. Hlýtur að vera hægt að röfla um fleira í Silfrinu en ruglið sem fávitarnir niður á þingi eru að klúðra. Var einu sinni gaman að horfa á sunnudögum. Kannski var ég bara svona fullur þá?