Manneskjur látast og dýr drepast, var manni kennt í gamla daga. DV skrifar að kötturinn sem Husky hundurinn réðst á hafi látist hjá dýralækni. Um daginn kom sama blað með þessa fyrirsögn: „Fórnarlamb hrottafenginnar nauðgunar látið.“
Hefði ekki verið nær að segja að kötturinn hafi dáið/drepist og fórnarlambið sé látin? Er sjálfur enginn íslenskusnillingur en tek þó stundum eftir augljósum ambögum sem skera í augun.
Blár Opal náði ekki að komast til Baku með laginu Stattu upp fyrir sjálfum þér! Kannski vegna þess að textinn og titillinn eru ein stór málfræðivilla. Maður stendur með sjálfum sér en ekki upp fyrir. Hitt er þráðbein þýðing úr amerískri ensku: Stand up for yourself!