Amerísk kurteisi

Rak nefið inn í amerískan Kost hans Sullenberger.  Mikið er alltaf notalegt að koma þar inn.  Kaffisopi við innganginn og stundum kexkaka með.  Kanatónlist í hátölurunum.  Meira að segja kúnnarnir eru margir bandarískir eða hafa tengsl þangað í gegnum nám og störf.

Hér er hægt að finna ýmislegt sem ekki fæst í öðrum búðum landsins.  Kannski ekki ódýrasta sjoppan á svæðinu en alltaf með föst tilboð á tilteknum dögum sem þú getur treyst á ef þú mætir nógu snemma áður en draslið klárast.

Varð nefnilega fyrir því og tók dýrari vöru í þeirri trú að hún væri á dagstilboðinu.  Áttaði mig svo nokkrum skrefum frá búðinni og sneri til baka.  Fékk endurgreitt án nokkurra eftirmála.  Frábær þjónusta og skilningur á misskilningi mínum.  Lofaði að hafa augun betur opin næst.

Mæli með Kosti.  Þjónustan er frábær.  Ekta, amerísk kurteisi.

Færðu inn athugasemd