Er engu líkara en að kratarnir sem dauðlangar inn í Evrópusambandið séu viljandi að eyðileggja möguleikana á að þjóðin samþykki inngöngu. Vilja halda áfram einokun ríkissins á sölu áfengis.
Hef lengi verið á báðum áttum og ekki viljað taka ákvörðun fyrr en samningsdrögin liggja fyrir. Það breyttist þegar ljóst varð að þessi forpokaða ríkisstjórn ætlar að halda áfram í verslunarhöft með eina vörutegund og þannig halda henni rándýrri og óaðgengilegri um ókomna framtíð.
Til hvers er unnið með inngöngu í ESB ef aukið frelsi í verslun fylgir ekki með?