Hikstandi dómskerfi

Rúmenskir hraðbankaræningjar búsettir í Bretlandi voru handteknir og dæmdir einn, tveir og þrír í eins árs fangelsi fyrir að reyna að afrita kortaupplýsingar.  Á meðan ganga lausir menn sem tæmdu bankana innan frá fyrir hrun og strjúka enn frjáls höfuð sín.

Svona æpandi óréttlæti sker í augu almennings.  Verður bara til þess að fólk hættir að treysta dómsvöldum í landinu.  Af hverju er ekki hægt að koma þessum helvítis útrásarvíkingum fyrir dóm og í langt fangelsi fyrir að setja landið á hausinn?

Kallar bara á dómstól götunnar því að réttlætiskennd þjóðarinnar verður að fá sitt fram með einhverjum hætti.  Ef kjarklausir dómstólar ætla að hiksta áfram þá er komið að byssukjöftunum.  Kannski er það eina sanna réttlætið.

Færðu inn athugasemd