Launaleynd – hvíl í friði!

Veit ekki hvort sú fáviska tíðkast ennþá að launþegi verði að halda launaleynd svo hann/hún fái nú örugglega ekki sanngjörn laun fyrir vinnuframlag sitt.  Hef verið svo lengi frá vinnu svo ég veit ekki.

Veit þó að fljótlega eftir hrunið urðu raddir háværar á móti slíku leynimakki.  Allt átti að vera uppi á borðum.  Af hverju má ég ekki segja öðrum hve mikið (lítið) ég hef í laun og þannig bera mig saman við samstarfsfólk?

Persónulega lít ég á kröfu hvers nýs vinnuveitenda um launaleynd sem hótun um uppsögn í upphafi starfs.  Klaufaleg byrjun á samskiptum sem ættu annars að vera eins og opin bók.  Þeir sem krefjast launaleyndar skammast sín fyrir taxtana sína.

Færðu inn athugasemd