Páskafrí í skólum hófst fyrir helgi. Meðan margir lúsiðnir nemar nýta tímann til að klára verkefni og ritgerðir, þá verja aðrir honum í drykkju og dólgslæti í miðri vinnuviku.
Hefur víst verið nóg að gera hjá laganna vörðum að leysa upp næturgleði framhaldsskólanema í heimahúsum. Eru víst ekki allir hrifnir af þungum bassatakti úr næstu íbúð þegar flestir sofa.
Unga fólkið er að nýta tímann fram að páskahelginni þegar helgislepjan umlykur allt og Ríkið og barir borgarinnar eru að mestu lokaðir.