Stundum held ég að íslenskri þjóð sé ekki viðbjargandi. Enn myndu rúmlega þrjátíu prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði núna. Hvað er að ykkur!? Eruð þið með Alzheimer á háu stigi? Eða svo blinduð af frjálslyndislyginni. Það er enginn frjálslyndur flokkur á Íslandi!
Áður en að hrunflokkarnir komast aftur að kjötkötlunum þarf að tryggja með lögum að fjárfestingar og almenn út- og innlánastarfssemi séu ekki í sama bankanum. Þarna verður að skilja á milli. Og ekkert röfl um flókið samspil fjármála bla, bla, bla.
Annars erum við dæmd til að endurtaka hrunið innan fárra ára.