Dimm nóttin nálgast

Stundum held ég að íslenskri þjóð sé ekki viðbjargandi.  Enn myndu rúmlega þrjátíu prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði núna.  Hvað er að ykkur!?  Eruð þið með Alzheimer á háu stigi? Eða svo blinduð af frjálslyndislyginni. Það er enginn frjálslyndur flokkur á Íslandi!

Áður en að hrunflokkarnir komast aftur að kjötkötlunum þarf að tryggja með lögum að fjárfestingar og almenn út- og innlánastarfssemi séu ekki í sama bankanum.  Þarna verður að skilja á milli.  Og ekkert röfl um flókið samspil fjármála bla, bla, bla.

Annars erum við dæmd til að endurtaka hrunið innan fárra ára.

Færðu inn athugasemd