Sjómönnum er hótað uppsögn ef þeir tjá sig um verðlagsmál á fiski. En laun þeirra eru nátengd söluandvirði aflans sem þeir koma með að landi. Útgerðarmenn svindla á pappírum til þess að sleppa bæði við gjaldeyrishöft og að greiða sjómönnum það sem þeim ber.
Og mæta svo bara með kjaft í Kastljós. Er nema von að stormað hafi verið inn í Samherja um daginn. Þetta lið lætur sér ekki segjast og er með einbeittan brotavilja gegn lögum landsins og starfsmönnum sínum.
Þjóðnýtum sjávarútveginn. Frumvarp stjórnvalda gengur allt of skammt!