Merkileg umræðan um auknar heimildir til að veita barnungum stúlkum getnaðarvarnarpilluna svo þær verði ekki óléttar. Eins og það leysi einhvern vanda. Er ekki nær að fræða ungar stúlkur um kynlíf og mögulegar afleiðingar þess.
Til að mynda er talið að stúlkur eigi ekki að byrja að stunda reglubundið kynlíf fyrr enn um 16 -18 ára aldur. Þá verða leggöngin fyrst nógu þroskuð. Annars er hætta á hverskyns kjallaravandamálum síðar á ævinni vegna þess hve veggir legganganna eru þunnir við ungan aldur. Aukin hætta er á sýkingum með ótímabæru og óvörðu samlífi.
Þess vegna er smokkurinn eina raunhæfa getnaðarvörnin fyrir bæði ungar stúlkur og unga stráka. Pillan er ekki að fara gera neitt svona snemma á æviskeiðinu. Er raunar ævarandi vandræðagemlingur sem firrar karlmenn ábyrgð og veldur óæskilegum hormónabreytingum hjá konum.