Hef aldrei verið neinn snillingur í skák en skilst að meiri möguleiki á sigri fáist með því að hugsa sem flesta leiki fram í tímann og sjá fyrir viðbrögð andstæðingsins. Eru snillingarnir í ESB ekki einmitt að gera það?
Taka þátt í málsókn gegn okkur sem verður svo látin dæmast okkur í hag til að sýna fram á hve sanngjarnt Evrópusamstarfið getur orðið fyrir Ísland ef við samþykkjum inngöngu.
Eða þá að málsóknin verður látin hanga yfir okkur þar til við samþykkjum inngöngu. Stjórnin neydd til að sneiða framhjá þjóðaratkvæðagreiðslu. Annars kemur aldrei til slíks. Hrunflokkarnir verða teknir við áður en umræðum lýkur.
Helbláir andstæðingar Þóru forsetaframbjóðenda þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvort hún muni vísa Icesave til þjóðarinnar. Málið er fyrir EFTA dómstólnum og fer aldrei aftur fyrir Alþingi.
Og við neyðumst til að hlýta dómsniðurstöðu. Hver sem hún verður. Undir það gengumst við sem höfnuðum Icesave síðast.