Exorcist

Var við það að fríka út í Bónus í gær.  Móðir með ofurofvirkan dreng í eftirdragi var á undan mér.  Get svarið það.  Drengurinn var sem andsetinn.  Ég íhugaði á tímabili að hringja í særingarmann.

Hafði svo vit á því að fara í gagnstæða átt.  Greyið mamman!  Vantaði bara að drengurinn sveiflaði sér veggja á milli.  Sá aðra karlmenn svitna við að líta drenginn augum.  Dáist að þolinmæði kvenna.

Færðu inn athugasemd